Tuesday, November 16, 2010

Nýtt sjal


Ég kláraði nýtt sjal í gær. Þetta er annað Nightsongs sjalið sem ég geri og ég er bara nokkuð ánægð með það. Ég blandaði saman einbandi og Drops alpaca þannig að það er mjúkt og svona skemmtilega yrjótt á litinn.

Monday, November 15, 2010

Tvær litlar húfur

Ég gerði tvær húfur handa Svanhvíti Önnu um daginn. Önnur er búin að vera á dagskránni í marga mánuði, var búin að kaupa garn og allt. Hina gerði ég upp úr mér eftir hugmynd sem ég var búin að ganga með í kollinum í svolítinn tíma.


Mýsluhúfa úr Storkinum: Ég sá þessa prjónaða í Storkinum fyrir löngu, löngu síðan. Keypti garn og uppskrift sem hvarf síðan bara ofan í skúffu. Þegar ég loksins gerði hana fattaði ég að þetta er nánast bara eins og venjuleg hjálmhúfa. Maður sleppir bara spíssinu á kollinum. Svo fannst mér eyrun í uppskriftinni ekki koma nógu vel út og mér finnst agalega leiðinlegt að prjóna mörg lítil stykki til að prjóna saman. Ég gerði þess vegna ný eyru upp úr mér og er bara nokkuð sátt.


Álfahúfa: Þessi er bara gerð upp úr mér eftir að hafa skoðað hinar og þessar húfur á www.ravelry.com. Mig langaði aðalega að nota litaskipt garn í rendur og finnst það hafa komið bara svona fínt út.