Monday, February 28, 2011

Still Light kjóll


Ég byrjað á þessum kjól í sumar. Var alveg hoppandi kát þegar ég fann uppskriftina, keypti hana strax og byrjaði að spá í garn. Það tók mig heillangan tíma að velja lit og ég gerði ýmsar tilraunir með garn. Ég tímdi nefnilega alls ekki að kaupa Drops Alpaca sem er gefið upp og endaði s.s. á að nota Sisu í þessum fína túrkísbláa lit.

Kjóllinn endaði svo sem svona "in between" verkefni og ég kláraði hann loksins í síðustu viku ... til þess eins að komast að því að hann er of stór, voða sætur en of stór. Þannig að ég er auðvitað byrjuð á öðrum (en ekki hvað?) úr gráu Drops Alpaca sem ég tímdi loksins að splæsa í.

Vettlingaæði

Ég fékk nett vettlingaæði um daginn og gerði fullt af vettlingum bæði á mig og börnin.


Þessa gerði ég úr Abuelita Merino Worsted og Novita litaskiptu garni. Þeir eru æðislega mjúkir. Uppskriftin er aðlöguð úr Fleiri Prjónaperlum.




Sonur minn fékk þessa. Þeir eru úr léttlopa og uppskriftin er úr Vettlingar og fleira. Mér tókst að gera villu í munstrinu á öðrum og það er að gera mig geðveika :P




Þessir eru í karlmannsstærð og úr Álafosslopa. Uppskriftin er sú sama og barnavettlingarnir hér á undan.




Þessir eru úr Álafosslopa og þæfðir í klessu. Uppskriftin er samsuða úr bókinni Vettlingar og fleira.




Hér eru svo Bella's mittens á mig. Myndin gerir þeim reyndar ekkert sérlega góð skil því þeir eru hrikalega mjúkir og djúsí. Garnið er Abuelita silkiblönduð merinoull. Yndislegt alveg.




Að lokum, mynd af herlegheitunum.

Saturday, February 19, 2011

Snjókorn

Fyrir jól heklaði ég nokkur snjókorn til að hengja upp í gluggann. Mjög skemmtileg verkefni og aragrúi af fríum uppskriftum til á Ravelry.




Lopakjóll


Þessi kjóll er úr bókinni Strikketøj eftir Helgu Isager. Ég er búin að ætla mér að gera hann alveg heillengi. Byrjaði á honum fyrir u.þ.b. ári síðan nema úr öðru garni en kláraði aldrei. Svo þegar ég frétti að kóngablái plötulopinn væri kominn aftur þá fannst mér tilvalið að gera einn svona kjól úr honum (enda keypti ég rúmlega kíló til að eiga). Ég bætti síðan við bláum glitþræði í berustykkið til að gera kjólinn smá "fansí".

Það gekk samt ekki áfallalaust að prjóna úr einföldum plötulopa. Ekki því ég væri alltaf að slíta heldur því ég var svo hrædd um að prjónlesið héldi ekki. Ég náði samt að jafna mig á endanum og prjónaði mig í gegn um uppskriftina. Þá komst ég að því að með því að fylgja henni og gera útaukningar niður eftir öllum kjólnum þá varð hann allt, allt of víður. Ég rakti því upp nánast upp að berustykki og prjónaði aftur án útaukninga. Hann er enn víður en miklu skárri. Reyndar er ég bara frekar ánægð með hann og nota helling.

Monday, February 7, 2011

Heklaða sjalið mitt



Kláraði þetta fína sjal um daginn og er alveg ofboðslega ánægð með það. Upphaflega langaði mig að gera svart/hvítt sjal en svo þegar ég fann ekki þannig garn sem ég var ánægð með ákvað ég að splæsa í þennan hrikalega fallega lit frá Evilla.
Það fóru tæplega tvær 220g hespur í sjalið og það er hrikalega þykkt og kósý. Hugsa samt að næst myndi ég nota stærri heklunál til að fá betra "drape" í sjalið.
Uppskriftin er af Ravelry og má finna undir Bonita patterns.