Friday, March 25, 2011

Garngredda ...

Ég er svo mikill garnpervert. Í gær byrjaði ég á enn einu sjalinu (Gail, Nightsongs enn og aftur), í þetta skiptið úr Abuelita merino-silkiblöndu úr Handprjón.is. Þetta er sko alveg 40% silki eða eitthvað og shit þetta er svo gordjöss garn!
Ég stoppaði inn á milli bara til að klappa stykkinu og dást að því. Íhugaði jafnvel að fara í búðina og kaupa upp lagerinn ...

Thursday, March 24, 2011

Tímaskortur ...

Ég hef ekki tíma fyrir allar hugmyndirnar í kollinum á mér. Það er svo margt sem mig langar að prjóna og gera en hef ekki pláss fyrir í dagskránni. Get eiginlega ekki beðið eftir því að sumarið komi. Þá hef ég "ekkert" betra að gera en að prjóna. Ég meina hvað getur ein BA ritgerð tekið mikinn tíma frá því sem skiptir máli? ... ;)

Tuesday, March 15, 2011

Uppskrift af álfahúfunni minni


Ég setti uppskriftina af álfahúfunni minni á blað í gær, bæði á íslensku og ensku.
Hún er núna til sölu á Ravelry undir nafninu "Little gnome hat" en ég setti líka link hér til hliðar. Maður þarf víst ekki að vera með aðgang að Ravelry til að nota hann. Mjög sneddí ;)

Facebook síða

Ég bjó til Facebook síðu í gær til að selja prjónavörur og halda utan um örnámskeið sem ég er að prófa mig áfram með.

Undanfarið hef ég verið að kenna konum að prjóna Haruni sjalið og það er búið að vera ógeðslega gaman. Ég ákvað því að stíga skrefinu lengra og prófa að bjóða upp á fleira eins og kvöldkennslu í því hvernig á að gera tvo hluti á einn hringprjón.

Fyrir þær sem hafa áhuga á að kíkja á þetta hjá mér þá er heitir þetta "Prjónavörur og prjónanámskeið" inni á Facebook (ég get af einhverjum ástæðum ekki sett link í þennan póst).