Thursday, October 27, 2011

Systuhúfan


Ég fæ rosalega oft fyrirspurnir um þessa húfu og ætla eiginlega að svara þeim bara öllum núna.

Málið er að ég á ekki þessa hönnun og finnst ég ekki hafa neinn rétt á að vera að deila uppskriftinni þangað sem mér sýnist. Þótt ég væri alveg til í að dreifa henni þá er það því miður bara ekki mitt að gera, a.m.k. ekki án leyfis.

Friday, October 14, 2011

Krókódílahekl


Ég ætla að vera með námskeið í krókódílahekli næsta mánudag (17. okt.) Þetta verður ein kvöldstund þar sem ég kenni aðferðina og hvernig maður gerir sjal. Þáttakendur þurfa ekki að kunna að hekla þótt það sé auðvitað kostur.
Áhugasamir geta kíkt á facebook síðuna mína Prjónanámskeið og prjónavörur og fengið frekari upplýsingar.

Sjalaverkefnið mitt í fullum gangi


Ég ákvað að byrja á verkefni sem felur það í sér að prjóna eitt sjal úr hverjum sumarlit fyrir sig í plötulopanum. Reyndar get ég ekki gert úr alveg öllum því það er ekki til einband sem passar við en ég ætla að gera úr öllum sem ég get.
Núna er ég búin með báða bleiku litina, þann fjólubláa og er hálfnuð með gula. Ég vonast síðan til að geta selt sjölin þegar ég er búin ... ef ég tími ;)