Ég veit ekki hvort prjónakonur kunna þetta almennt en mér finnst agalega sniðugt að geta gert röndótta flík án þess að samskeytin sjáist mikið. Þetta er mjög einfalt trix. Þegar maður skiptir um lit prjónar maður fyrstu umferðina af nýja litnum eins og venjulega. Svo þegar maður kemur að fyrstu lykkjunni í annari umferð þá tekur maður fyrstu lykkjuna óprjónaða og prjónar síðan áfram eins og ekkert hafi í skorist. Auðvitað sést alltaf smá en ekki nærri því eins mikið og þegar maður sleppir þessu.