Ég ætla aðeins að víkja frá handavinnunni og segja ykkur frá fatasölunni sem við systur og frænkur erum að halda yfir helgina.
Það verða allskonar föt, mikið úr H&M t.d., skart, snyrtivörur, skór ofl. til sölu á mjög góðu verði. Aldrei að vita nema ég reyni að losa mig við eitthvað af garnlagernum mínum líka ;)
Þetta er staðsett að Mánagötu 4 í Reykjavík og opnar kl. 16 í dag.
Hérna er Facebook síðan okkar og þar er hægt að sjá myndir og senda fyrirspurnir ofl.
Thursday, October 31, 2013
Saturday, October 12, 2013
Annað Dream Stripes sjal
Ég kláraði annað Dream Stripes sjal í gær sem ég ætla að selja í Etsy búðinni. Það gekk töluvert betur að prjóna það en fyrsta sjalið en samt tókst mér að gera "villu", þ.e. ég gerði YO útaukningu í stað M1 við miðjulykkjuna en þá myndast svona göt sitthvoru megin við hana. Engin skelfileg villa en mér finnst hitt eiginlega fallegra.
Ég breytti kantinum aftur eins og á fyrsta sjalinu og studdist við þetta sjal hérna. Ég næ affellingunni samt ekki jafn fallegri, veit ekki af hverju.
Í þetta skiptið notaði ég líka annað garn. Hvíti liturinn er Abuelita baby merino og hitt er Kunstgarn sem skiptir sjálft litum. Ég er alveg sérstaklega ánægð með hvernig rendurnar koma út og finnst þessir litir æði.
Sjalið er aðeins minna heldur en það sem ég gerði úr Kambarni þannig að næst mun ég íhuga að fjölga röndunum til að stækka það því ég mun pottþétt gera annað úr þessu garni handa mér, finnst það svo mjúkt og osom.
Núna verð ég hins vegar að hvíla sjalaprjónið í bili og einbeita mér að lopapeysum sem búið er að panta hjá mér.
Monday, October 7, 2013
Bylgjuteppi úr Kambgarni
Teppaæðið mitt heldur áfram og í gær kláraði ég bylgjuteppi handa litlu dóttur minni.
Teppið er heklað úr tvöföldu Kambgarni og mér finnst það koma ótrúlega vel út, þ.e. að hafa garnið tvöfalt. Ég hugsa að það verði svipað þykkt og léttlopi eða jafnvel örlítið þykkara. Teppið mitt samt þæfðist pínkupons í þvotti og það er kannski þess vegna sem mér finnst það þykkara en ella.
En ég elska litina í Kambgarninu, sérstaklega þessa gráu og bleiku, og langar eiginlega að gera fleiri teppi með allskonar litasamsetningum.
Uppskriftin er svona frekar beisik og hana má finna ókeypis hér á þessu bloggi.
Ég held að í teppið hafi farið tæplega ein dokka af hverjum gráum og bleikum lit en 7 eða 8 af hvítum. Endanleg stærð eftir þvott (og mögulega örlitla þæfingu) er ca. 65x95 cm.
Ég er rosa ánægð með útkomuna og hlakka til að byrja að nota teppið fyrir dömuna. Ég veit allavega að það er mjög hlýtt og gott því mér var mjög heitt af því að hafa það í kjöltunni á meðan ég heklaði.
Friday, October 4, 2013
Myndagleði
Ég skrapp með systur mína út í náttúruna í gær og tók nokkrar myndir fyrir Etsy búðina mína og Ravelry. Elska að geta sameinað tvö áhugamál :)