Saturday, February 19, 2011
Lopakjóll
Þessi kjóll er úr bókinni Strikketøj eftir Helgu Isager. Ég er búin að ætla mér að gera hann alveg heillengi. Byrjaði á honum fyrir u.þ.b. ári síðan nema úr öðru garni en kláraði aldrei. Svo þegar ég frétti að kóngablái plötulopinn væri kominn aftur þá fannst mér tilvalið að gera einn svona kjól úr honum (enda keypti ég rúmlega kíló til að eiga). Ég bætti síðan við bláum glitþræði í berustykkið til að gera kjólinn smá "fansí".
Það gekk samt ekki áfallalaust að prjóna úr einföldum plötulopa. Ekki því ég væri alltaf að slíta heldur því ég var svo hrædd um að prjónlesið héldi ekki. Ég náði samt að jafna mig á endanum og prjónaði mig í gegn um uppskriftina. Þá komst ég að því að með því að fylgja henni og gera útaukningar niður eftir öllum kjólnum þá varð hann allt, allt of víður. Ég rakti því upp nánast upp að berustykki og prjónaði aftur án útaukninga. Hann er enn víður en miklu skárri. Reyndar er ég bara frekar ánægð með hann og nota helling.
No comments:
Post a Comment