Ég byrjað á þessum kjól í sumar. Var alveg hoppandi kát þegar ég fann uppskriftina, keypti hana strax og byrjaði að spá í garn. Það tók mig heillangan tíma að velja lit og ég gerði ýmsar tilraunir með garn. Ég tímdi nefnilega alls ekki að kaupa Drops Alpaca sem er gefið upp og endaði s.s. á að nota Sisu í þessum fína túrkísbláa lit.
Kjóllinn endaði svo sem svona "in between" verkefni og ég kláraði hann loksins í síðustu viku ... til þess eins að komast að því að hann er of stór, voða sætur en of stór. Þannig að ég er auðvitað byrjuð á öðrum (en ekki hvað?) úr gráu Drops Alpaca sem ég tímdi loksins að splæsa í.
Vá flottur kjóll! Hvar fannstu uppskrift af þessum?
ReplyDeleteÁ www.ravelry.com, hann heitir Still Light.
ReplyDelete