Monday, December 19, 2011
Hringtreflaæði
Ég er með æði fyrir hringtreflum. Er búin að gera þrjá á síðustu vikum. Gerði tvo úr Abuelita Merino Worsted og einn úr Fyberspate Scrumtious DK. Þeir eru allir æðislegir.
Grifflur
Mig er búið að vanta hlýjar og góðar grifflur í hlutlausum litum. Ég veit eiginlega ekki hvers vegna ég er búin að draga það svona lengi að prjóna mér. Ég lét allavega loksins vaða í þessar og er mjög sátt. Gott að eiga svona og skella t.d. yfir leðurhanska á köldum degi.
Uppskriftin er mín eigin og garnið er léttlopi á prjóna nr 4.