Sólin er loksins komin að gleðja íbúa höfuðborgarsvæðisins og nýti ég mér það til hins ítrasta. Á meðan ég sit úti á svölum dunda ég mér við að prjóna ýmislegt smálegt á ófædda krílið eins og sokka. Bestu sokkar sem ég get hugsað mér á ungabörn eru svokallaðir spíralsokkar. Þeir eru ekki með neinum hæl og vaxa þar af leiðandi eiginlega með barninu. Að auki finnst mér þeir haldast mjög vel á.
Ég læt hér fylgja með uppskrift af spíralsokkum á nýfædd kríli. Þeir eru frekar litlir en hægt er að stækka þá annað hvort með því að bæta við 4 lykkjum (eða 8, 12, 16 o.s.frv.) eða með því að nota stærri prjóna og grófara garn. Svo má auðvitað prjóna þá eins langa og hver vill.
Í sokkana þarf:
Baby garn (eða eitthvað fingering weight garn) og prjóna nr. 2,5. Prjónfesta skiptir eiginlega ekki máli.
Fitjið upp 28 lykkjur og tengið í hring.
Umferðir 1-6: 2 l slétt og 2 l brugðið út umferð.
Umferðir 7-10: 1 l brugðið, *2 l slétt og 2 l brugðið*, *-*endurtekið út umferð, 1 l brugðið.
Umferðir 11-14: 2 l brugðið og 2 l slétt út umferð.
Umferðir 15-18: 1 l slétt, *2 l brugðið og 2 l slétt*, *-*endurtekið út umferð, 1 l slétt.
Umferðir 19-22: 2 l slétt og 2 l brugðið út umferð.
Umferðir 7-22 eru síðan endurteknar þar til sokkurinn mælist ca. 10 cm (eða eins langur og hver vill). Best er að enda eftir umf. 12 (en það skiptir ekki öllu máli samt).
Þá er prjónað þannig:
Takið út með því að prjóna brugnu lykkjurnar brugðið saman út umferð.
Prjónið sléttar lykkjur sléttar og brugnar lykkjur brugnar út umferð.
Takið út með því að prjóna sléttu lykkjurnar slétt saman út umferð.
Prjónið sléttar lykkjur sléttar og brugnar lykkjur brugnar út umferð.
Prjónið tvær lykkjur saman út umferð.
Dragið bandið í gegnum eftirstandandi lykkjur og gangið frá endum.
Njótið :)
Ohh ég vildi að ég kynni að skilja svona uppskriftir og gæti prjónað eftir þeim :(
ReplyDeletesammála bestu sokkarnir, og hægt að nota líka sem vettlinga
ReplyDeleteTakk fyrir uppskriftina á von á langömmu barni og langar gera eitthvað handa honum :)
ReplyDeleteTakk fyrir frábæra uppskrift ég var búinn að reyna að gera svona sokka en það gekk ekki vel fyrr en ég fann þetta hér .Þúsund þakkir.
ReplyDeleteTakk fyrir frábæra uppskrift ég var búinn að reyna að gera svona sokka en það gekk ekki vel fyrr en ég fann þetta hér .Þúsund þakkir.
ReplyDeleteTakk fyrir, ég er að prjóna nokkur pör núna en ég er langömmusystir barnsins. <3
ReplyDeleteHvað myndir þú hafa margar lykkur í fulloaraðins?
ReplyDeleteTakk fyrir er að fá 12 barnabarnið og vantaði uppskrift að ungbarnasokkum.
ReplyDeleteThank You and that i have a nifty provide: How Much Is House Renovation Loan In Pag Ibig home repairs contractors near me
ReplyDelete