Ég er komin með æði fyrir sjölum. Er búin að gera þrjú núna í september og klára það fjórða vonandi í dag. Allar uppskriftirnar eru ókeypis af Ravelry.
Gail (aka Nightsongs) úr einföldum plötulopa og einbandi:
Springtime Bandit úr einföldum plötulopa og einbandi:
Revontuli úr Evilla garni:
Fjórða sjalið mitt er svo Haruni af Ravelry. Mér finnst það eitt fallegasta sjal sem ég hef séð og get ekki beðið eftir því að klára.