Tuesday, July 26, 2011

Nóg að gera ...

Ég hef ekkert verið rosalega dugleg að setja inn nýtt efni hérna ... Kannski því ég hef nóg að gera þessa dagana. Fyrir utan það að vera með börnin heima í sumarfríi og allt sem því fylgir þá rembist ég við að skrifa BA ritgerð og auðvitað prjóna eins og vitleysingur. Þið megið giska hvort mér finnst skemmtilegra ...

En til gamans skelli ég hérna inn mynd sem ég gerði fyrir keppni í vor á www.ljosmyndakeppni.is. Svona er maður nú sjúkur þegar kemur að garni ;)