Stærð:
Ein stærð, ca. 120 cm að lengd.
Efni:
Abuelita Merino Worsted: 2 hespur
eða
Fyberspates Scrumtious DK: 2 hespur
Prjónar 6-8 mm
Notið frekar stærri prjóna heldur en minni, sérstaklega ef prjónað er fast. Þannig verður trefillinn léttari í sér.
Prjónfesta:
Skiptir ekki máli.
Aðferð:
Trefillinn er prjónaður fram og til baka með klukkuprjóni og svo saumaður saman í lokin.
Klukkuprjón:
Fitjið upp 40-46 lykkjur eftir því hvað trefillinn á að vera breiður.
Umferð 1: *Sláið bandinu upp á prjóninn, takið eina óprjónaða brugðið, prjónið 1 slétt* - Endurtakið *-* út umferð.
Umferð 2: *Sláið bandinu upp á prjóninn, takið eina óprjónaða brugðið, prjónið 2 saman (þ.e. 1 lykkju og bandið sem var slegið upp á í fyrri umferð)* - Endurtakið *-* út umferð.
Endurtakið umferð 2 þar til ca. 50 cm eru eftir af garni. Notið garnið til að sauma saman endana tvo svo úr verði hringur. Einnig er hægt að lykkja þá saman.
Góða skemmtun :)
Bleikur trefill úr Abuelita Merino Worsted |
Nice Blog !
ReplyDeletewomen
health