Thursday, July 11, 2013

Lopapeysuæði

Ég hef verið illa haldin af bloggaralægð undanfarnar vikur og mánuði ... en sjáum til hvort það breytist ekki núna.

Í sumarfríinu hef ég verið iðin við lopapeysugerð. Fékk einskonar æði og setti mér markmið um að klára tíu peysur til að selja fyrir haustið. Er búin með þrjár og hálfa þannig að ég veit ekki alveg hvernig fer. En hér er afraksturinn hingað til:




Þær eru allar prjónaðar úr tvöföldum plötulopa en litaskipta garnið er Randalína úr Handprjón.is.

1 comment:

  1. your knitting is so beautiful! i saw a sweater you had made on ravelry and came over to say hello! lovely lovely work!

    ReplyDelete