Monday, September 5, 2011

Ný uppskrift - Lopavettlingar


Ég bjó til nýja uppskrift í gær. Hún er af einföldum barnavettlingum með þumaltungu. Ég miða við að þeir séu úr léttlopa og fyrir 2-3 ár eða 4-5 ára. Mér finnst nefnilega orðið þægilegra að gera vettlinga með þumaltungu frekar en að gera hefðbundinn þumal. Reyndar kannski ekki ef maður er með munstur en fyrir svona fjöldaframleidda, einlita vettlinga þá er þetta snilld að kunna.

Uppskriftin er ókeypis og má nálgast hana á Ravelry eða hérna til hægri.

1 comment:

  1. Sæl og blessuð Unnur og takk fyrir þessa flottu uppskrift :)

    Ég er að prjóna þessa vettlinga (4-5ára) núna og er með smá spurningu ef ég má? :)

    Ég er sem sagt búin að auka út fyrir þumaltungunni og það er komið að því að setja lykkjurnar á aukaband. Og þá er ég að velta því fyrir mér að þar sem "prjónabandið" er núna á milli prjóna (eða umferða) hvort ég eigi að halda áfram með næstu umferð og setja lykkjurnar þá á aukabandið og þar með prjóna fyrstu 5 lykkjurnar oftar en 5 síðustu.
    EÐA: Á að skilja prjónabandið eftir þarna á milli umferða og taka nýtt "prjónaband" og halda áfram með því upp vettlinginn.

    Þetta hljómar hálf ruglingslegt en ég vona að þú skiljir hvað ég meina :)

    Með kveðju,
    Anna.

    ReplyDelete