Thursday, August 25, 2011

Lítil peysa á litla skvísu

Ég kláraði þessa í dag og er ofboðslega ánægð.


Uppskriftin er á Ravelry og heitir Pepper. Garnið sem ég notaði heitir Cascade 220 og er frá Handprjón.is.
Peysan er prjónuð frá hálsmáli og niður og það er lítið sem ekkert saumavesen því listarnir eru prjónaðir um leið og búkurinn. Mjög sneddí.


Dóttir mín er alsæl og heimtar jafnvel að fá að sofa í henni.

Tuesday, August 16, 2011

Námskeið í haust og vetur

Í haust og vetur ætla ég að bjóða upp á námskeið í samstarfi við Silki.is. Við verðum með húsnæði í Hafnafirðinum og erum með ýmislegt í bígerð. Ég ætla að halda áfram að kenna konum að prjóna sjöl og svo eru hugmyndir um opin hús og ýmis örnámskeið. Svo verður með okkur ein sem kennir hekl. Hún er með síðuna Heklnámskeið á Facebook.
Eitt af því sem mig langar að kenna er allt um garn og prjónfestu. Mér finnst svo margar eiga í vandræðum með að skipta út garni í uppskriftum og breyta eftir prjónfestu þannig að ég held að það gæti verið gaman að taka kvöldstund í svona námskeið. Any thoughts?

Sunday, August 14, 2011

Hello kitty bangsi

Ég á tveggja ára stelpu sem elskar Hello Kitty. Mig langaði alltaf að kaupa handa henni Hello Kitty bangsa en þeir eru bara svo óóógeðslega dýrir. Svo þegar ég sá þetta: http://www.etsy.com/listing/61025426/pdf-kitty-108-inches-27-cm-amigurumi, þá stóðst ég ekki mátið.


Ég notaði eitthvað mjúkt Phildar garn, úr Föndru, í hausinn og hendurnar en Tove úr Europris í kjólinn. Mér gekk reyndar ferlega illa að festa hausinn á þannig að hann varð svolítið teygður. En ég er samt nokkuð ánægð með útkomuna. Þetta var allavega mun skemmtilegra og ódýrara en að fara út í búð og kaupa tilbúinn bangsa :)

Hér er svo daman með gripinn:


Monday, August 8, 2011

Stutterma lopapeysa

Ég gerði um daginn stutterma lopapeysu. Reyndar var það þannig að ég var að laga til í garninu mínu og fann hálf kláraðan búk af lopapeysu sem ég man ekkert hvernig átti að enda. En ég ákvað s.s. að nota hann í þessa peysu þar sem liturinn smellpassaði við Evilla ullina sem ég var nýbúin að kaupa.

Sniðið er mín eigin samsuða en munstrið er úr Lopi 30.


Sunday, August 7, 2011

Prjónasumar

Ég er búin að vera á ferðalagi síðan fyrir helgi. Að sjálfsögðu prjónaði ég eins mikið og ég gat og náði að næstum því klára tvö eða þrjú verkefni (garnið kláraðist sko alltaf).

Fyrst fór ég að Reykholti í Borgarfirði og á leiðinni til baka stoppuðum við í Ullarselinu á Hvanneyri. Þar fann ég helling af garni sem mig langar að kaupa og fer pottþétt aftur seinna með nóg inni á kortinu.
Við stoppuðum líka og skoðuðum Hraunfossa þar sem mér fannst tilvalið að monta mig aðeins af rauðu útivistarlopapeysunni minni.


Hún er úr einföldum plötulopa og einföldu Abuelita Merino Lace garni, ofboðslega mjúk og þægileg. Munstrið er Var úr Lopi 29 en ég notaði mitt eigið snið og setti þumalgöt á ermarnar. Ég kalla hana útivistarpeysuna því ég gerði hana í stíl við rándýra rauða útivistarjakkann sem ég keypti í vor.

Anyways ...

Seinni ferðin var í sumarbústað við Rangá og enn og aftur gerði ég mér ferð í Þingborg á leiðinni. Því miður var svarta tvíbandið sem mig vantar uppselt og þá er ég strand með sjalið mitt í bili.

Ég sat síðan í sólinni í dag í nýju lopapeysunni minni og prjónaði sjal.


Þessi peysa er úr léttlopa, sniðið er eftir mig og munstrið er úr Lopablaði og heitir Eyja.