Tuesday, August 16, 2011

Námskeið í haust og vetur

Í haust og vetur ætla ég að bjóða upp á námskeið í samstarfi við Silki.is. Við verðum með húsnæði í Hafnafirðinum og erum með ýmislegt í bígerð. Ég ætla að halda áfram að kenna konum að prjóna sjöl og svo eru hugmyndir um opin hús og ýmis örnámskeið. Svo verður með okkur ein sem kennir hekl. Hún er með síðuna Heklnámskeið á Facebook.
Eitt af því sem mig langar að kenna er allt um garn og prjónfestu. Mér finnst svo margar eiga í vandræðum með að skipta út garni í uppskriftum og breyta eftir prjónfestu þannig að ég held að það gæti verið gaman að taka kvöldstund í svona námskeið. Any thoughts?

No comments:

Post a Comment