Wednesday, September 14, 2011

Ný uppskrift - Varius trefill


Ég er búin að eiga svo fallegt garn allt of lengi ofan í skúffu. Það er Araucania Aysen, ofsalega marglitt og fallegt. Gallinn er bara að mér finnst svo erfitt að finna verkefni sem hæfa svona mikið litaskiptu garni. Mig langaði alltaf að gera sjal en fann ekkert sem mér fannst flott og passlegt þannig að ég ákvað að breyta og gera trefil. Þá fann ég auðvitað engan trefil þannig að ég fór að gúggla og skoða á youtube. Þar lærði ég ýmis sniðug prjónspor og endaði á því að gera einfalda uppskrift af trefli með áferð sem mér finnst hæfa garninu.


Eins og sést á myndinni þá minnir þetta á ofið efni ... eða mér finnst það.

Allavega þá er uppskriftin ókeypis á Ravelry og bæði til á íslensku og ensku.

Enjoy :)

Monday, September 5, 2011

Sjalanámskeið 12. september


Jæja þá ætla ég að vera með fyrsta sjalanámskeið vetrarins.
Allar upplýsingar um verð, tíma og fyrirkomulag má finna hér.

Ný uppskrift - Lopavettlingar


Ég bjó til nýja uppskrift í gær. Hún er af einföldum barnavettlingum með þumaltungu. Ég miða við að þeir séu úr léttlopa og fyrir 2-3 ár eða 4-5 ára. Mér finnst nefnilega orðið þægilegra að gera vettlinga með þumaltungu frekar en að gera hefðbundinn þumal. Reyndar kannski ekki ef maður er með munstur en fyrir svona fjöldaframleidda, einlita vettlinga þá er þetta snilld að kunna.

Uppskriftin er ókeypis og má nálgast hana á Ravelry eða hérna til hægri.