Sunday, October 17, 2010

Tvö sjöl

Sjalaæðið mitt ætlar engan enda að taka ...

198 yds. of Heaven úr Eco Duo Alpaca frá www.handprjon.is:



Revontuli nr. 2 úr Fame Trend:

Fína lopapeysan mín

Ég er búin að vera að dunda við þessa í allt sumar. Ég kláraði búkinn og ermarnar ansi hratt en nennti svo ekki að gera munstrið nema af og til. Aðalega vegna þessa að ég teiknaði það upp sjálf út frá Lopi 156 af www.istex.is og tókst að hafa allt of margar umferðir með þrem litum. Það er voða fallegt en ósköp seinlegt.
Ég blandaði saman einföldum plötulopa og einbandi nema grái liturinn er með silfurþræði í staðin fyrir einband.



Barnalopapeysa úr léttlopa

Kláraði loksins að þvo og mynda þessa peysu sem ég gerði á yngri strákinn. Uppskriftin heitir Þíða og er úr einhverju lopablaðinu. Það er svo önnur í vinnslu á eldri strákinn. Ég er bara eitthvað voða upptekin af öllum öðrum verkefnum þessa dagana.

Haruni 1 og 2

Ég gerði tvö Haruni sjöl nýlega. Annað er úr léttlopa og hitt úr yndislegu silky merino garni frá Malabrigo.