Sunday, October 17, 2010

Fína lopapeysan mín

Ég er búin að vera að dunda við þessa í allt sumar. Ég kláraði búkinn og ermarnar ansi hratt en nennti svo ekki að gera munstrið nema af og til. Aðalega vegna þessa að ég teiknaði það upp sjálf út frá Lopi 156 af www.istex.is og tókst að hafa allt of margar umferðir með þrem litum. Það er voða fallegt en ósköp seinlegt.
Ég blandaði saman einföldum plötulopa og einbandi nema grái liturinn er með silfurþræði í staðin fyrir einband.



1 comment:

  1. Komdu sæl. :)

    Mig langar að hrósa þér fyrir þessa fallegu peysu, hún er æðislega flott!
    Ég hef verið að skoða bloggið þitt og þvílíkur dugnaður hjá þér kona! :) Ég vildi ég væri svona dugleg að klára mín verkefni.
    Æðislegar flíkurnar þínar. :)

    Bestu kveðjur,
    Nína Margrét Perry.

    ReplyDelete