Ég er búin að vera á ferðalagi síðan fyrir helgi. Að sjálfsögðu prjónaði ég eins mikið og ég gat og náði að næstum því klára tvö eða þrjú verkefni (garnið kláraðist sko alltaf).
Fyrst fór ég að Reykholti í Borgarfirði og á leiðinni til baka stoppuðum við í Ullarselinu á Hvanneyri. Þar fann ég helling af garni sem mig langar að kaupa og fer pottþétt aftur seinna með nóg inni á kortinu.
Við stoppuðum líka og skoðuðum Hraunfossa þar sem mér fannst tilvalið að monta mig aðeins af rauðu útivistarlopapeysunni minni.
Hún er úr einföldum plötulopa og einföldu Abuelita Merino Lace garni, ofboðslega mjúk og þægileg. Munstrið er Var úr Lopi 29 en ég notaði mitt eigið snið og setti þumalgöt á ermarnar. Ég kalla hana útivistarpeysuna því ég gerði hana í stíl við rándýra rauða útivistarjakkann sem ég keypti í vor.
Anyways ...
Seinni ferðin var í sumarbústað við Rangá og enn og aftur gerði ég mér ferð í Þingborg á leiðinni. Því miður var svarta tvíbandið sem mig vantar uppselt og þá er ég strand með sjalið mitt í bili.
Ég sat síðan í sólinni í dag í nýju lopapeysunni minni og prjónaði sjal.
Þessi peysa er úr léttlopa, sniðið er eftir mig og munstrið er úr Lopablaði og heitir Eyja.
You are very beautiful in that myndir, a Icelandic Princess...
ReplyDelete