Tuesday, July 16, 2013

Heklað sjal

Þegar Handprjón.is fékk fyrstu sendinguna af Madelinetosh tosh merino ligth þá var ég ekki lengi að mæta á svæðið og kaupa eins og eina hespu. Það tók mig hinsvegar nokkra mánuði að gera eitthvað úr henni. Ég gerði nefnilega þau mistök (svona fyrir minn smekk allavega) að kaupa lit sem er mjög "lifandi", þ.e. litaskiptin eru frekar áberandi. Ég var því lengi að finna rétta verkefnið en ég er nefnilega algjörlega á því að svona "lifandi" garn henti ekki í hvaða verkefni sem er. Ég endaði á þessu fallega sjali sem ég fann á Ravelry.




Sjalið heitir Over the Willamette og má finna hér. Ég notaði frekar stóra heklunál miðað við garn eða 4,5 en fór annars alveg eftir uppskriftinni. Sjalið er gríðarlega fljótgert og tók ekki nema einn dag eða svo að klára en er samt alveg sæmilega stórt. Ein hespa af Madelinetosh tosh merino light passar akkúrat.


Þótt ég hafi í fyrstu verið óánægð með litinn þá fannst mér hann lagast við þvott og sjalið líta miklu betur út.

No comments:

Post a Comment