Ég prjónaði þessa húfu fyrst þegar eldri dóttir mín var ungabarn árið 2010. Var búin að gera samfellu sem ég var voða ánægð með og ákvað að skálda húfu í stíl. Svo pældi ég bara ekkert meira í því og var agalega ánægð með settið. Nema svo tókst mér auðvitað að eyðileggja samfelluna í þvotti þannig að hún var því miður ekki mikið notuð. En húfuna notaði ég helling.
Núna nýlega tók ég svo upp húfuna til að nota fyrir yngri dóttur mína og mundi þá hvað ég var ægilega ánægð með hana. Ég ákvað því að skrifa niður uppskriftina og er hún nú til sölu á Ravelry og HÉR. Reyndar er bara ein stærð í boði, 4-6 mánaða, en það er hægt að stækka eða minnka með því að nota fínna eða grófara garn. Ég notaði Kambgarn í mína húfu.
Svo mæli ég með snilldar dúska-græjunum frá Clover til að gera dúskinn. Ég keypti mínar í Storkinum og þarf eiginlega að eignast fleiri stærðir, er svo dúskasjúk. Mun aldrei aftur nenna að gera þá með pappaspjaldi.