Ég tók mig til og lagfærði misheppnaða peysu í kvöld.
Þegar ég prjónaði hana ætlaði ég mér að gera short rows neðst aftan á og að framan yfir brjóstin. Þetta hugsaði ég til að hún myndi sitja betur. NEMA mér tókst einhvernvegin að gera allar short rows á sömu hliðinni s.s. ekki að aftan og framan. Þegar peysan var tilbúin var hún þess vegna miklu síðari að framan en aftan.
Ég varð auðvitað rosalega fúl og henti peysunni inn í skáp ... þar til núna.
Ég tók mig s.s. til og klippti hana í tvennt í mittinu, sneri neðra stykkinu við og lykkjaði saman. Það tókst ótrúlega vel og peysan smellpassar núna.
Hér eru myndir af ferlinu:
No comments:
Post a Comment