Tuesday, December 14, 2010

Systuhúfa

Frá því að ég fæddist (held ég örugglega) hafa barnabörn og langömmubörn hennar ömmu fengið heklaðar húfur frá konu sem var að vinna hjá "fjölskyldufyrirtækinu". Þetta eru æðislegar húfur og aðeins of sætar. Strákarnir mínir fengu eina bláa og dóttir mín núna síðast eina bleika.

Eftir að ég datt í þennan svakalega handavinnugír þá ákvað ég að ég þyrfti að læra að gera svona húfur og fékk mömmu til að hafa samband við konuna. Það var minnsta mál í heimi og lítið annað að gera en setjast niður og prófa. Það tók mig reyndar nokkrar tilraunir að átta mig á uppskriftinni en um leið og það var komið þá var þetta ekkert mál og mjög gaman.

Það sem einkennir þessar húfur er þetta skemmtilega hnútahekl og stjarnan ofan á að ógleymdum stórum dúski. Ég elska húfur með risastórum dúskum :)

Hér skartar dóttir mín húfunni. Hún var ekki í miklu myndastuði þennan daginn en ég læt þetta duga. Garnið sem ég notaði er Viking Balder og nálin var nr 9 minnir mig.


20 comments:

  1. Æðisleg húfa!!! Er einhver möguleiki á að fá uppskriftina?

    steinunn80@gmail.com

    ReplyDelete
  2. Jii minn hvað þetta er flott húfa!
    Ekki langar þig að deila uppskriftinni? Kann reyndar ekki að hekla en langar að læra :)

    hliljah@hotmail.com

    ReplyDelete
  3. Vá, þessi húfa er æðisleg! Er möguleiki á að fá uppskrift?

    karengud@gmail.com

    Kveðja, Karen

    ReplyDelete
  4. Þessi húfa er bara geggjuð! Sé að fleiri eru að biðja um uppskrift, þú mátt endilega senda mér hana ef þú ert að deila henni ;) sanfri85@gmail.com

    Frábær síðan þín!

    ReplyDelete
  5. Skemmtileg síðan þín ;)
    Alveg hreint frábær þessi húfa, virkilega flott.

    ReplyDelete
  6. Þetta er ÆÐISLEG húfa =) og liturinn er geggjaður =) ekki væri möguleiki á að fá uppskrift hjá þér? Ég á von á litlu kríli í maí og langar til að hekla þessa=)

    ReplyDelete
  7. Æji ég senti kommentið hérna á undan en gleymdi að senda netfangið með=/ en það er v_inga88@hotmail.com

    ReplyDelete
  8. sæl er hægt að fa uppskrift af húfunni sent á galdranornin@hotmail.com

    ReplyDelete
  9. Væri alveg til í uppskrift ef það er í boði hjordisv@gmail.com :) Æðisleg húfa :)

    ReplyDelete
  10. Æðisleg húfa :)
    Sé að það eru fleiri en mig sem langar að gera þessa:) Væri sko meira en til í uppskriftina ef hún er í boði :)
    jennysaem@hotmail.ccm
    Kær kveðja Jenný

    ReplyDelete
  11. Vá geggjuð húfa, er þú átt uppskrift sem þú getur deilt þá máttu gjarnan senda mér sigurlaug@salus.is
    Kv. Sigurlaug

    ReplyDelete
  12. rosalega er þetta falleg húfa. Er hægt að fá uppskift hjá þér eða getur þú bent á hvað er hægt að nálgast hana ?
    kv. Rannveig
    rannveigrut@hotmail.com

    ReplyDelete
  13. virkilega sæt húfa. Er að byrja að hekla og langar að fá uppskrift ef það er hægt
    kv.Sigríður
    siggahulda13@hotmail.com

    ReplyDelete
  14. Frábær húfa og minnir mann á gamla tíma:)
    Ef að þú deilir uppskriftinni væri ég svo sannarlega til í ef að þú mundir vilja senda mér hana?
    Kveðja
    gudrunlilli@gmail.com

    ReplyDelete
  15. Þú talar um stjörnu ofan á, ertu með mynd af henni? Er hún partur af munstrinu?

    ReplyDelete
  16. Ég átti svona húfu þegar ég var lítil , og langar svo að nálgast uppskriftina .
    Ef einhver möguleiki er á því að kaupa hana , gætir þú sent hana .
    Annars er ég með thordis@thordis .is
    Frábær síða hjá þér.
    Takk fyrir
    Þórdis Þórðar.

    ReplyDelete
    Replies
    1. æðisleg húfa og fyrirsæta.
      er uppskriftinni dreift skv. óskum, ef svo er óska ég eftir einn, takk
      kv.
      Sirrý

      Delete
  17. Skemmtileg síðan þín.

    Ég átti svona húfu þegar ég var lítil.
    Er hægt að fá uppskift hjá þér.
    Kær kveðja Jenna W i USA

    jennawilliams2000@hotmail.com




    ReplyDelete
  18. Þessi er með flottari hekluðum húfum sem ég hef séð, er möguleiki að fá uppskriftina keypta eða senda?
    Kv. Klara klarajonsdottir@gmail.com

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk, takk :)
      En uppskriftin er því miður ekki mín að deila.

      Delete