Monday, February 28, 2011

Vettlingaæði

Ég fékk nett vettlingaæði um daginn og gerði fullt af vettlingum bæði á mig og börnin.


Þessa gerði ég úr Abuelita Merino Worsted og Novita litaskiptu garni. Þeir eru æðislega mjúkir. Uppskriftin er aðlöguð úr Fleiri Prjónaperlum.
Sonur minn fékk þessa. Þeir eru úr léttlopa og uppskriftin er úr Vettlingar og fleira. Mér tókst að gera villu í munstrinu á öðrum og það er að gera mig geðveika :P
Þessir eru í karlmannsstærð og úr Álafosslopa. Uppskriftin er sú sama og barnavettlingarnir hér á undan.
Þessir eru úr Álafosslopa og þæfðir í klessu. Uppskriftin er samsuða úr bókinni Vettlingar og fleira.
Hér eru svo Bella's mittens á mig. Myndin gerir þeim reyndar ekkert sérlega góð skil því þeir eru hrikalega mjúkir og djúsí. Garnið er Abuelita silkiblönduð merinoull. Yndislegt alveg.
Að lokum, mynd af herlegheitunum.

3 comments:

 1. Vá, dugnaðurinn. Indislegt blogg, takk fyrir að deila því :)
  kv. Hanna

  ReplyDelete
 2. Sæl, áttu uppskrift af Bella's mittens? ;)
  kv.Guðrún Harpa

  ReplyDelete
  Replies
  1. Já hún er hér: http://www.ravelry.com/patterns/library/bellas-mittens

   :)

   Delete