Monday, December 19, 2011

Grifflur


Mig er búið að vanta hlýjar og góðar grifflur í hlutlausum litum. Ég veit eiginlega ekki hvers vegna ég er búin að draga það svona lengi að prjóna mér. Ég lét allavega loksins vaða í þessar og er mjög sátt. Gott að eiga svona og skella t.d. yfir leðurhanska á köldum degi.
Uppskriftin er mín eigin og garnið er léttlopi á prjóna nr 4.

No comments:

Post a Comment