Jæja þá er maður búinn að skella í aðra lopapeysuuppskrift.
Mér finnst nefnilega alveg ótrúlega gaman að teikna upp lopapeysumunstur og er með nokkur í pípunum til að gefa út á næstu vikum og mánuðum. Þetta er bara svo tímafrekt ferli því ég þarf að prufuprjóna hvert munstur. Þannig að yfirleitt teikna ég mun fleiri en ég gef út á endanum :P
Þetta munstur heitir Kuldi og er svona frekar hefðbundið, gamaldags lopapeysumunstur. Það kemur í 3 stærðum: 4, 6 og 8 ára. Uppskriftin miðast við léttlopa en það má alveg nota t.d. einfaldan plötulopa og einband eða annað garn sem er ekki lopi en með sömu prjónfestu, t.d. Cascade 220 sem fæst í Handprjón.is.
No comments:
Post a Comment