Tuesday, December 14, 2010

Bleikt Haruni sjal


Systir mín elskar bleikt og meira bleikt. Alltaf þegar ég sé fallegt bleikt garn þá hugsa ég um hana. Ég var þess vegna löngu búin að ákveða að gefa henni eitthvað bleikt prjónað í afmælisgjöf. Reyndar þá er það sú hugmynd sem startaði öllu þessu sjalaprjóni hjá mér.

Ég var s.s. að skoða mig um á Ravelry og rakst á þetta hrikalega fallega sjal, Haruni. Ég hugsaði um leið að þetta væri eitthvað fyrir systur mína og setti uppskriftina í favorites. Þá var ég búin að ákveða að nota bleikt einband því ég veit að henni finnst sá litur ofboðslega flottur. Ég hinsvegar lagði ekki alveg í uppskriftina strax.

Svo liðu dagarnir og ég fann alltaf fleiri og fleiri flott sjöl og byrjaði á að prófa Springtime Bandit og svo næsta og næsta koll af kolli. Ég gerði sjalið hennar ekki fyrr en núna í nóvember þegar ég var búin að gera tvö önnur Haruni.
Reyndar hætti ég við einbandið og skipti yfir í Dale Falk. Það var bæði vegna þess að ég vildi ekki svona fíngert garn og vegna þess að hún var búin að benda á litinn í Falk garninu (í allt öðru samhengi samt). Þetta garn kom mér líka mjög skemmtilega á óvart sem garn í sjöl.

Ég vona síðan bara að bleika systir mín sé jafn ánægð með útkomuna og ég :)


3 comments:

  1. Sæl
    Má ég spyrja hvaða prjónastærð þú notar í Haruni sjalið með Dale Falk garni?

    Þetta er æðislegt sjal hjá þér!

    ReplyDelete
  2. Æðislega flott sjal. Hvar fanstu uppskrift af Haruna sjalinu.

    ReplyDelete