Saturday, January 1, 2011

Aeolian sjal

Eftir allt jólagjafaprjónið þá ákvað ég að skella í eitt sjal handa mér. Ég var heillengi að velja hvaða sjal ég myndi gera því ég er rosalega sérvitur á það hvaða sjöl þola svona litaskipt garn. Venjulega finnst mér Revontuli best fyrir þannig garn því það "vinnur með" litaskiptunum en mig langaði bara ekki í annað svoleiðis. Fyrir valinu varð því Aeolian.


Þetta er annað Aeolian sjalið sem ég geri. Uppskriftin er af Ravelry en ég nota alternative narrow edging (líka á Ravelry) því mér finnst það fallegra. Garnið sem ég notaði heitir Evilla Artyarn 8/2 og fæst í Handprjón.is búðinni í Hafnafirði. Prjónastærðin var 5 sem mér finnst eiginlega aðeins of stórt. Næst mun ég eflaust nota 4,5 því ég prjóna í lausari kanntinum. En það kom samt alls ekki að sök þannig séð að nota prjóna nr. 5 því sjalið varð stórt og fínt.
Ég er þrælánægð með sjalið og finnst litirnir alveg yndislegir.

4 comments:

  1. Hefur þú einhverntímann þýtt Haruni uppskrift?

    Ég er að skoða eina og ég verð að segja að heilinn á mér er komin í hnút þó ég sé ekki einu sinni byrjuð! :þ hehe

    ReplyDelete
  2. Nei ég hef nú reyndar ekki þýtt hana. En maður ætti kannski að skoða þann möguleika :)

    ReplyDelete
  3. Veist þú nokkuð hvort það sé til íslensk uppskrift að haruni sjalinu? Er ekki svo klár að ég leggi í að þýða hana:) en það er ofsalega fallegt:)

    ReplyDelete