Eftir allt jólagjafaprjónið þá ákvað ég að skella í eitt sjal handa mér. Ég var heillengi að velja hvaða sjal ég myndi gera því ég er rosalega sérvitur á það hvaða sjöl þola svona litaskipt garn. Venjulega finnst mér Revontuli best fyrir þannig garn því það "vinnur með" litaskiptunum en mig langaði bara ekki í annað svoleiðis. Fyrir valinu varð því Aeolian.
Þetta er annað Aeolian sjalið sem ég geri. Uppskriftin er af Ravelry en ég nota alternative narrow edging (líka á Ravelry) því mér finnst það fallegra. Garnið sem ég notaði heitir Evilla Artyarn 8/2 og fæst í Handprjón.is búðinni í Hafnafirði. Prjónastærðin var 5 sem mér finnst eiginlega aðeins of stórt. Næst mun ég eflaust nota 4,5 því ég prjóna í lausari kanntinum. En það kom samt alls ekki að sök þannig séð að nota prjóna nr. 5 því sjalið varð stórt og fínt.
Ég er þrælánægð með sjalið og finnst litirnir alveg yndislegir.
Fallegt
ReplyDeleteHefur þú einhverntímann þýtt Haruni uppskrift?
ReplyDeleteÉg er að skoða eina og ég verð að segja að heilinn á mér er komin í hnút þó ég sé ekki einu sinni byrjuð! :þ hehe
Nei ég hef nú reyndar ekki þýtt hana. En maður ætti kannski að skoða þann möguleika :)
ReplyDeleteVeist þú nokkuð hvort það sé til íslensk uppskrift að haruni sjalinu? Er ekki svo klár að ég leggi í að þýða hana:) en það er ofsalega fallegt:)
ReplyDelete