Monday, January 10, 2011

Lopastrákarnir mínir

Ég byrjaði á peysum handa strákunum mínum í sumar og nennti loksins að klára seinni peysuna núna nýlega. Sem betur fer vildi sá eldri ekki hettu og það flýtti helling fyrir mér.



Uppskriftin er úr lopablaði og heitir Þíða (minnir mig).

Mér finnst voða gaman að prjóna lopapeysur á þá og leika mér með liti. Peysurnar eru s.s. alveg eins nema ég víxla litunum. Gráa peysan er með brúnu munstri og brúna peysan með gráu. Nú er bara spurning um að gera kannski eina hvíta á litla skottið.

2 comments:

  1. Æðislega fallegar peysur og sætir strákar.
    Ekki veist þú um góða uppskrift af sokkum á sirka 4 til 5 ára og 2 til 3

    kær kv

    ReplyDelete
  2. Jú hér: http://istex.is/Files/Skra_0039597.pdf

    Mér finnst mjög gott að hafa þetta til hliðsjónar þegar ég geri sokka.
    Annars mæli ég með www.ravelry.com. Fullt af fríum uppskriftum þar í öllum stærðum.

    ReplyDelete