Monday, January 10, 2011

Regnbogasjal

Mig hefur svo lengi langað að prjóna úr svona regnbogagarni, ég vissi bara aldrei hvað. Revontuli sjalið liggur einhvernvegin alltaf beinast við en eins og ég hef áður nefnt þá langar mig ekki að gera annað svoleiðis strax.
Svo sá ég mynd á Ravelry af Gail (a.k.a Nightsongs) úr Kauni regnbogagarni og það var alveg hrikalega flott. Ég reyndar vildi frekar nota Evilla Artyarn en það er sami framleiðandi og varla það mikill munur.

Svo byrjaði ég að prjóna ....

Ég er svo mikill fanatíkus að ég gat ekki sætt mig við það hvernig litaskiptin komu út þannig að ég rakti upp aftur og aftur og aftur og aftur! Allur Gamlársdagur og megnið af Nýársdegi fóru í að prjóna þetta sjal aftur og aftur þar til ég var ánægð með litaskiptin. En ég er líka verulega ánægð með útkomuna og á nóg af garni eftir :)


2 comments:

  1. Rosalega flott, hvað var það beinlínis sem þú varst ekki ánægði með og breyttir

    ReplyDelete
  2. Ég vildi hafa litaskiptin lengri þegar leið á sjalið þannig að ég bætti inn í gula og rauða.

    ReplyDelete