Monday, February 7, 2011

Heklaða sjalið mitt



Kláraði þetta fína sjal um daginn og er alveg ofboðslega ánægð með það. Upphaflega langaði mig að gera svart/hvítt sjal en svo þegar ég fann ekki þannig garn sem ég var ánægð með ákvað ég að splæsa í þennan hrikalega fallega lit frá Evilla.
Það fóru tæplega tvær 220g hespur í sjalið og það er hrikalega þykkt og kósý. Hugsa samt að næst myndi ég nota stærri heklunál til að fá betra "drape" í sjalið.
Uppskriftin er af Ravelry og má finna undir Bonita patterns.

1 comment:

  1. Rosalega töff sjal og litirnir koma mjög vel út!

    Jóhanna

    ReplyDelete