Er rosalega ánægð með peysuna. Konan sem pantaði hana valdi litina sjálf og ég er ekki frá því að ég muni nota þessa samsetningu aftur.
Monday, November 25, 2013
Ný peysa og vettlingar
Ég kláraði nýlega þessa lopapeysu og vettlinga úr plötulopa og Evilla ull.
Er rosalega ánægð með peysuna. Konan sem pantaði hana valdi litina sjálf og ég er ekki frá því að ég muni nota þessa samsetningu aftur.
Er rosalega ánægð með peysuna. Konan sem pantaði hana valdi litina sjálf og ég er ekki frá því að ég muni nota þessa samsetningu aftur.
Wednesday, November 13, 2013
Tímaleysi
Mig langar svo að geta lesið og prjónað á sama tíma. Það myndi einfalda lífið mitt svo mikið því þá gæti ég lesið heimildir fyrir ritgerðina mína og samt gert eitthvað skemmtilegt um leið. Það myndi líka spara mér tíma því ég þarf bæði að lesa og prjóna nokkra hluti sem voru pantaðir hjá mér. Hugsa að þetta sé líka framkvæmanlegra heldur en að fjölga klukkutímunum í sólarhring ... ;)
Thursday, November 7, 2013
Tvær nýjar peysur
Ég kláraði nýlega tvær lopapeysur sem kona í Þýskalandi pantaði hjá mér. Hún valdi týpurnar og litina sjálf og ég bara prjónaði.
Fyrri peysan er Ranga úr Lopi 29. Ég gerði hana alla úr tvöföldum plötulopa í staðin fyrir að blanda saman Álafoss lopa og léttlopa eins og uppskriftin segir til um. Ég verð samt að segja að þetta er ein leiðinlegasta peysa sem ég hef prjónað so far. Ekki bara brugna munstrið heldur öll peysan. EF ég geri hana aftur þá ætla ég að breyta sniðinu og gera munstrið allt slétt því mér finnst það aksjúlí alveg fallegt.
Seinni peysan er Jón (undarlegt nafn á peysu finnst mér) úr Lopi 31. Hún er einnig úr tvöföldum plötulopa og mér finnst litirnir og munstrið ofsalega fallegt og merkilega skemmtilegt að prjóna.
Nú er bara að vona að væntanlegir eigendur verði ánægðir :)
Subscribe to:
Posts (Atom)