Öll börnin mín heita nöfnum sem eru fuglaheiti eða tengjast fuglum. Það er eiginlega bara tilviljun frekar en viljandi. Tvö þeirra hafa hrafn í nafninu sínu, Arnar Hrafn og Hrafnhildur. Þau eru krummarnir mínir og núna eiga þau bæði krummapeysur :)
Ég á bara uppskriftina sem birtist í Saumaklúbbspökkunum og minnir að hún sé ekki í svona lítilli stærð ... gáði ekki einu sinni heldur mældi barnið bara og byrjaði að prjóna :P
Peysan heppnaðist ágætlega en ég stytti munstubekkinn talsvert. Bæði því mér finnst fallegra að taka aðeins af munstrinu efst og vegna þess að berustykkið varð allt of hátt.
Ég notaði léttlopa og prjóna nr. 4,5.
Verst bara að peysan hans Arnars Hrafns er eiginlega orðin of lítil á hann. Þarf greinilega að gera aðra svo þau geti verið í stíl.