Wednesday, November 19, 2014

Frozen peysa

Ég var að klára þessa peysu handa eldri dóttur minni. Hún elskar Frozen og þá sérstaklega Elsu. Mér fannst þessi peysa því tilvalin handa henni.

 

Uppskriftin heitir Bylur og er í Óveðursblaðinu frá Ístex. Hún fæst líka stök á Ravelry undir nafninu "Frozen sweater". Ég notaði samt ekki stærðirnar sem gefnar eru upp heldur mældi dóttur mína og reiknaði lykkjufjöldan út frá prjónfestu. Mér finnst uppgefnu stærðirnar heldur stórar og með þessu móti fæ ég peysu sem passar fullkomlega.

Garnið sem ég notaði er léttlopi og ég bætti við glimmerþræði í munstrinu sem kemur alveg ágætlega út þótt hann sjáist ekki á mynd.

Ég er bara þrælánægð með peysuna og dóttir mín líka :)

 

No comments:

Post a Comment