Monday, November 10, 2014

Nýjar peysur

Ég hef ekkert verið allt of dugleg að sinna blogginu síðustu mánuði. Líklegast því ég lagðist í smá handavinnudvala eftir að ég byrjaði að vinna. Nú er þetta hins vegar allt að koma aftur og í vikunni kláraði ég tvær peysur.
Þetta er peysan Styrkur úr Lopi 29. Ég gerði hana úr létt lopa frekar en tvöföldum plötulopa. Þannig verður hún miklu léttari og ekki eins heit.

Þessi er eftir minni eigin uppskrift sem ég kalla Mosi. Kona frá Kanada pantaði hana hjá mér eftir að maðurinn hennar þæfði óvart lopapeysu sem hún keypti sér á ferðalagi um Ísland. Mér fannst ekki leiðinlegt að geta hjálpað henni að eignast aðra.
Fyrr í haust kláraði ég svo þessa:

Munstrið kemur úr gamalli Álafoss uppskrift en sniðið bjó ég til sjálf. Hún er gerð úr tvöföldum plötulopa og valdi eigandinn litina sjálfur.
Nú er ég að verða búin með allar pantanir og get ekki beðið eftir að byrja á öllum skemmtilegu verkefnunum handa mér og fjölskyldunni. Þau eru ófá og stærðin á garnhrúgunni minni í takti við það.

  

No comments:

Post a Comment