Wednesday, January 18, 2012

Styrkur


Ég held að Lopi 29 sé uppáhalds lopablaðið mitt. Ég er búin að gera svo margt úr því. Núna var ég loksins að klára peysukjólinn Styrkur sem ég byrjaði á í maí á síðasta ári. Ég ákvað reyndar að nota ekki tvöfaldan plötulopa heldur einfaldan og Isager alpaca 1 sem er örfínt eins og einband. Flíkin er því bæði léttari og mýkri en ef maður notar tvöfaldan plötulopa. Reyndar lenti ég í smá veseni með prjónfestuna en ég held að það komi varla að sök núna því kjóllinn passar bara fínt að því undanskildu að ermarnar eru aðeins of langar eftir þvott.
En þetta er þrælskemmtileg flík að prjóna, fljótleg og falleg.

2 comments:

  1. Rosalega fallegt hjá þér eins og allt sem þú gerir. Hvar fæst isager alpaca garnið?

    ReplyDelete
  2. Takk, takk :)
    Garnið fæst í Ömmu mús en þú getur líka notað Cascade baby alpaca sem fæst í Handprjón.is og ég held alpaca garnið sem Litla prjónabúðin er með.

    ReplyDelete