Monday, August 19, 2013

Bleikt draumasjal og húfa í stíl

Ég kláraði sjal í gær og gaf systur minni í afmælisgjöf. Það er úr Kambgarni og prjónað á prjóna nr. 4.


Sjalið heitir Dream Stripes á Ravelry og er frekar einfalt og skemmtilegt að prjóna. Ég reyndar breytti blúndukantinum aðeins og hermdi á eftir þessu hér.


Fyrst þegar ég byrjaði þá las ég eitthvað vitlaust og tók ekki eftir að maður ætti að auka út um tvær lykkjur í brugnu umferðinni. Ég var því búin að prjóna helminginn af röndunum þegar ég þurfti að rekja upp ... ekki gaman. En þetta gekk samt mun hraðar eftir að ég var farin að gera þetta rétt. Þessar auka útaukningar gera það líka að verkum að "armarnir" á sjalinu verða lengri og ég fíla það í tætlur. Gæti alveg hugsað mér að gera annað svona sjal fyrir sjálfa mig í öðrum litum.


Systir mín elskar bleikt og að hafa hlutina í stíl. Ég gerði því hjálmhúfu í stíl við sjalið handa nýfæddri dóttur hennar úr afgöngunum. Er alveg viss um að þær verða smörtustu mæðgurnar í bænum ;)4 comments:

 1. Rosalega flott hja þér, profa það við tækifæri.

  ReplyDelete
 2. Sigrún Fjóla HilmarsdóttirAugust 20, 2013 at 8:51 AM

  æðislegt sjal..ég er líka að prjóna eitt, úr kambgarni og hef það grátt og fallega dökkblátt.er ca hálfnuð

  ReplyDelete
 3. Sigrún Fjóla HilmarsdóttirSeptember 10, 2013 at 10:34 AM

  mig langar svo til að fá uppskriftina af kantinum sem þú notaðir..gætirðu verið svo góð að segja mér hvar ég finn uppskriftina af honum?

  kveðja

  Sigrún Fjóla sigrunfjola@simnet.is

  ReplyDelete
  Replies
  1. Já sko, þetta er kanturinn sem er í uppskriftinni af sjalinu nema ég gerði smá breytingar og hermdi þá bara eftir myndunum hér: http://www.ravelry.com/projects/galathea/dream-stripes

   Ég s.s. á enga uppskrift af breytingunum en þær eru ekki miklar. Í raun verður bara "oddurinn" á sjalinu aðeins öðruvísi og affellingin er hekluð (3 loftlykkjur og 2-3 lykkjur af prjóni heklaðar saman með fastapinna) en ekki hefðbundin prjónuð.

   Delete