Saturday, October 12, 2013

Annað Dream Stripes sjal

Ég kláraði annað Dream Stripes sjal í gær sem ég ætla að selja í Etsy búðinni. Það gekk töluvert betur að prjóna það en fyrsta sjalið en samt tókst mér að gera "villu", þ.e. ég gerði YO útaukningu í stað M1 við miðjulykkjuna en þá myndast svona göt sitthvoru megin við hana. Engin skelfileg villa en mér finnst hitt eiginlega fallegra.
Ég breytti kantinum aftur eins og á fyrsta sjalinu og studdist við þetta sjal hérna. Ég næ affellingunni samt ekki jafn fallegri, veit ekki af hverju.




Í þetta skiptið notaði ég líka annað garn. Hvíti liturinn er Abuelita baby merino og hitt er Kunstgarn sem skiptir sjálft litum. Ég er alveg sérstaklega ánægð með hvernig rendurnar koma út og finnst þessir litir æði.


Sjalið er aðeins minna heldur en það sem ég gerði úr Kambarni þannig að næst mun ég íhuga að fjölga röndunum til að stækka það því ég mun pottþétt gera annað úr þessu garni handa mér, finnst það svo mjúkt og osom.


Núna verð ég hins vegar að hvíla sjalaprjónið í bili og einbeita mér að lopapeysum sem búið er að panta hjá mér.

No comments:

Post a Comment