Monday, October 7, 2013

Bylgjuteppi úr Kambgarni

Teppaæðið mitt heldur áfram og í gær kláraði ég bylgjuteppi handa litlu dóttur minni.


Teppið er heklað úr tvöföldu Kambgarni og mér finnst það koma ótrúlega vel út, þ.e. að hafa garnið tvöfalt. Ég hugsa að það verði svipað þykkt og léttlopi eða jafnvel örlítið þykkara. Teppið mitt samt þæfðist pínkupons í þvotti og það er kannski þess vegna sem mér finnst það þykkara en ella.
En ég elska litina í Kambgarninu, sérstaklega þessa gráu og bleiku, og langar eiginlega að gera fleiri teppi með allskonar litasamsetningum.


Uppskriftin er svona frekar beisik og hana má finna ókeypis hér á þessu bloggi.



Ég held að í teppið hafi farið tæplega ein dokka af hverjum gráum og bleikum lit en 7 eða 8 af hvítum. Endanleg stærð eftir þvott (og mögulega örlitla þæfingu) er ca. 65x95 cm.


Ég er rosa ánægð með útkomuna og hlakka til að byrja að nota teppið fyrir dömuna. Ég veit allavega að það er mjög hlýtt og gott því mér var mjög heitt af því að hafa það í kjöltunni á meðan ég heklaði.



1 comment:

  1. Hvaða stærð af nál notaðir þú fyrir tvöfalt kambgarn? - Lára

    ReplyDelete