Wednesday, December 18, 2013

Að taka út jafnt yfir umferð

Prjónauppskriftir innihalda oft setningu eins og "takið 16 lykkjur jafnt út yfir umferð" sem þýðir auðvitað að maður á að fækka lykkjunum um 16 eins jafnt og hægt er. Fyrir fullkomnunarperverta eins og mig er þetta mikill höfðuverkur, sérstaklega þar sem stærðfræði er alls ekki mín sterkasta hlið. Ég átti það til að eyða löngum tíma í að reikna út hversu margar lykkjur ættu að vera á milli úrtaka og lenti aðeins og oft í því að miskreikna mig og rekja upp (allt fyrir fullkomnun sjáðu til).

Svo fann ég þessa heimasíðu. Síðan þá hef ég ekki svo mikið sem reynt að reikna eitthvað eða vesenast. Hún er meira að segja í favorites í símanum mínum bara svona EF ég skyldi vera að prjóna akkúrat þessa umferð án þess að vera við tölvuna. Ég mæli með því að þið sem eruð jafn stærðfræðiheftar og ég tékkið á þessu. Líka þið hinar samt því þetta er bara svo þægilegt og sniðugt. Svo er líka hægt að auka jafnt út hér.

Ef einhver lumar samt á mjög, og þá meina ég MJÖG, einfaldri aðferð til að reikna þetta út sjálfur á fljótlegan hátt þá má endilega deila því með mér. Hvað veit ég nema þessi heimasíða hverfi einhverntíman af veraldarvefnum og skilji mig eftir í tómu tjóni ;)


1 comment:

  1. Vávávává takk ég er alltaf í ruglinu að reikna þetta út:)

    ReplyDelete