Tuesday, December 10, 2013

Neon æði

Ég get ekki sagt annað en að ég elski neon tískuna sem er í gangi. Ég fékk geðveika neon bleika Nike Free skó frá manninum mínum og stóðst því ekki mátið þegar ég fann nánast eins litað garn í Rúmfatalagernum. Reyndar er það 100% akrýl sem ég er venjulega ekkert allt of hrifin af ... eeeen mér er alveg sama, liturinn er of flottur :)

Ég ákvað að gera klukkuprjóns hringtrefil úr garninu. Venjulega nota ég grófara og meira flöffí garn í hringtreflana mína en ég hugsaði með mér að það væri ágætt að eiga einn aðeins fíngerðari. Hver dokka er um 320 m og ég notaði eina í trefilinn.


Neon litir koma aldrei vel út á myndum finnst mér en liturinn er bæði bleikari og skærari í raun og veru, svona neon-kóralbleikur. Sama með skóna, þeir eru líka miklu skærari.

Ég þarf allavega ekki að hafa áhyggjur af því að týnast þegar ég fer út að ganga í skónum, með trefilinn og í neon-lopapeysunni sem ég prjónaði í sumar. Ég tók peysuna einmitt fyrir um daginn og síkkaði hana með þessari aðferð hér. Ég prjónaði hana ólétt og misreiknaði mig aðeins. Nú er hún miklu passlegri.
Svo er aldrei að vita nema ég skelli á mig neon naglalakki í stíl )



En ég er víst ekki sú eina sem er hrifin af neon litum á heimilinu. Synir mínir vildu báðir fá lopapeysur með neon munstri og kláraði ég fyrri peysuna um daginn.


Aftur skila litirnir sér enganvegin en hún er s.s. með neon-gulu, neon-appelsínugulu og neon-bleiku munstri. Hann valdi sjálfur litina og hefur sjaldan verið jafn til í að ganga í peysu sem ég prjóna á hann ;)

No comments:

Post a Comment