Sunday, September 15, 2013

Neon lopapeysan ... aftur

Nú þegar dóttir mín er komin í heiminn og bumban í rénun get ég loksins byrjað að nota neon lopapeysuna sem ég prjónaði fyrr í sumar. Reyndar hef ég enn ekki haft tilefni til þess en skellti mér í hana og tók almennilega mynd.


Ég vildi samt að það væri ekki svona erfitt að ná neon litnum á mynd. Hann einhvernvegin verður aldrei jafn flottur og þegar maður sér hann með berum augum.

Nú þarf ég bara að ákveða hvort mér finnst hún of stutt eða ekki. Var eitthvað að vesenast með þetta þegar ég prjónaði búkinn en gat auðvitað ekki mátað. Finnst svona eins og hún mætti vera 3-5 cm síðari þannig að ef ég nenni þá geri ég þetta hér aftur.

En hvað sem síddinni líður þá er ég rosalega ánægð með peysuna og hlakka til að fara í henni upp um fjöll og fyrnindi.

2 comments:

  1. Áttu uppskrift af þessari er alveg að elska þessa!

    ReplyDelete
    Replies
    1. Uppskriftin heitir Var og er í Lopablaði nr. 29 :)

      Delete