Saturday, December 21, 2013

Lopapeysur og rennilásar

Ég hef örugglega sagt það áður en ég HATA að setja rennilása í lopapeysur. Það verður bara aldrei nógu fínt finnst mér. Er með fína tækni til að opna peysurnar og hekla kant en þegar kemur að því að festa sjálfan rennilásinn þá verð ég bara pirruð og óska þess að viðtakandinn hefði bara valið hnappa.

Þess vegna varð ég ofboðslega spennt þegar ég sá þetta. Lítur út fyrir að vera þvílíka snilldin og ég get eiginlega ekki beðið eftir að prófa. Svo sá ég líka þessa uppskrift af veski, svipuð aðferð en hentar kannski ekki eins vel í peysur.

Nú er bara að drífa sig að prjóna lopapeysu og gera tilraunir ;)


Mig langar samt í svona í garðinn minn ...

No comments:

Post a Comment