Tuesday, March 15, 2011

Facebook síða

Ég bjó til Facebook síðu í gær til að selja prjónavörur og halda utan um örnámskeið sem ég er að prófa mig áfram með.

Undanfarið hef ég verið að kenna konum að prjóna Haruni sjalið og það er búið að vera ógeðslega gaman. Ég ákvað því að stíga skrefinu lengra og prófa að bjóða upp á fleira eins og kvöldkennslu í því hvernig á að gera tvo hluti á einn hringprjón.

Fyrir þær sem hafa áhuga á að kíkja á þetta hjá mér þá er heitir þetta "Prjónavörur og prjónanámskeið" inni á Facebook (ég get af einhverjum ástæðum ekki sett link í þennan póst).

2 comments:

  1. Ég ætlaði að finna fb síðuna þína en hún kemur ekki upp ?

    ReplyDelete
  2. Nú? En ef þú notar tengilinn hérna til hægri?

    ReplyDelete