Monday, January 16, 2012

Mín útgáfa af Stórstirni


Ég hef alltaf verið ofboðslega hrifin af peysunni Stórstirni úr Lopi 29. Held að það hafi verið fyrsta peysan sem ég gerði úr því blaði. En núna ákvað ég að breyta henni svolítið og gera hana kvenlegri. Peysan kemur bara í karlastærðum og er gerð úr Bulky-lopa. Ég notaði hins vegar þrefaldan plötulopa á prjóna nr 8 með prjónfestuna 11 l á 10 cm. Sniðið skáldaði ég síðan bara til að passa á mig og ákvað að sleppa hvíta kraganum til að gera peysuna aðeins meira "stylish". Mér finnst hún hafa heppnast vel og það er vel þegið að eiga svona hlýja peysu í kuldanum sem hefur herjað á okkur síðustu vikur.

3 comments:

  1. Roslaega flott er hægt að fá munstrið hjá þér?

    ReplyDelete
  2. Sæl. Flott útfærsla hjá þér.Er hægt að kaupa af þér munstrið ?

    ReplyDelete