Wednesday, August 14, 2013

Að lykkja saman

Þegar ég byrjaði að prjóna lopapeysur kunni ég ekki að lykkja saman og lítil hjálp var í móður minni (sem þá var mín aðal þekkingarlind) því hún prjónar lykkjurnar alltaf saman. Mér hins vegar finnst það ekki nógu falleg aðferð og lærði að lykkja saman með aðstoð internetsins og lopablaðanna.

Í fyrstu gekk það ekki svo vel. Ég sneri lykkjunum öfugt, fór vitlaust inn í þær og var alltaf að missa niður lykkjur. En æfingin skapar jú meistarann og nú tel ég mig vera búna að fullkomna aðferðina. Ég vil endilega deila henni með ykkur og hef því búið til myndband sem sýnir hvað ég geri.

Vinnan við að lykkja saman hefst hjá mér þegar ég fitja upp. ... Nú hugsa eflaust margir að ég sé ekki með réttu ráði en mér finnst þetta vera algjört lykilatriði til þess að koma í veg fyrir lausar lykkjur og göt. 
Það sem ég geri er að bæta 4 lykkjum við heildarlykkjuföldann, t.d. 2 lykkjur á búk og 1 á hvorri ermi. Ef það er munstur neðst á bol og ermum þá bætti ég lykkjunum bara við eftir það til að rugla ekki munstrið.
Síðan þegar ég sameina búk og ermar þá prjóna ég saman síðustu lykkju af búk og fyrstu lykkju af ermi og svo aftur síðustu lykkju af ermi og fyrstu lykkju af búk (við báðar ermar auðvitað). Þannig fækka ég þessum 4 lykkjum aftur og enda með réttan lykkjufjölda. Ef einhverjum finnst þetta of flókið eða mikið vesen má líka sleppa að bæta lykkjunum við í upphafi, prjóna lykkjurnar saman og auka aftur út um 4 lykkjur í næstu umferð. Einnig má auðvitað bara sleppa þessu alfarið en þá meikar partur af myndbandinu mínu ekki alveg jafn mikið sens ;)


Vonandi kemur þetta einhverjum að gagni og öll komment eru vel þegin :)

12 comments:

 1. gott myndband og í raun skiptir ekki máli hvort verið er að lykkja saman undir höndum eða annars staðar
  samt stingur það mig pínu að sé talað um að lykkja undir ermum - frekar mætti tala um að lykkja saman ermar og bol eða bara eins og venja er að segja að lykkja saman undir höndum

  ReplyDelete
  Replies
  1. Já ég pældi mikið í þessu orðalagi mínu. Fannst "undir höndum" eitthvað svo ekki kósý en "að lykkja saman ermar og bol" er mjög gott. Takk fyrir þetta :)

   Delete
 2. Mig langar í svona see-through prjóna! :-D

  ReplyDelete
 3. Glæsilegt myndband skemmtilegt að pæla í orðum sem við erum að nota, það sem stingur mig er að þú talar um búk en ég nota bol

  ReplyDelete
 4. þetta er mjög flott hjá þér, takk fyrir 8) Pjakka

  ReplyDelete
 5. Fott myndband hjá þér. Ætla að prufa að prjóna saman fyrst og lykkja svo á næstu peysu hjá mér. Sýnist ekkert "gat" koma með þessari aðferð.

  Kv Helga Gísla

  ReplyDelete
 6. Þetta er rósa gott myndband, ég var einnmet byrjuð á þessari aðferð en einhver megin næ ekki hausin min í kringum þetta, alltaf sny lykkjum vitlaust, þetta hjálpaði ekkert smá mikið. Takk fyrir :-D

  ReplyDelete
 7. Kærar þakki fyrir þetta flotta myndband :)
  Ég er búin að gera ótal tilraunir með að lykkja saman en hefur aldrei tekist fyrr en núna. 1000 þakkir :)

  ReplyDelete
 8. Ótrúlega snyrtilegur frágangur hjá þér. Ég ætla að nýta mér þetta næst, takk fyrir að deila!

  ReplyDelete
 9. mjög gott myndband, sat með peysuna við tölvuna og fór næakvæmlega efir myndbandinu og viti menn eins og ég hefði aldrei gert annað eins, á eftir að gera þetta aftur og aftur. Mikið þakka ég fyrir þessa kennslu, kiss og knús.

  ReplyDelete
 10. Ef maður fitjar upp 2 auka á bol og eina á sitthvorri ermi veður flikin þá ekkert stærri en ætti að vera eða er það kannski ekki sjáanlegt?

  ReplyDelete